Síður

föstudagur, 13. júní 2014

Góðan föstudag allir sem einn :)

Góðan dag það er orðið ansi langt síðan ég hef skellt mér í að blogga hérna.Hvað skal segja það er bara búið að vera ansi mikið að gera hjá mér síðasta mánuðinn.Fórum auðvitað í sauðburð heim í Bakkadal og það var bara fínasti tími.Sauðburður gekk svona la la og vorum við Guðbjartur með næturvaktirnar ásamt Maju, og það var æði að vera vakandi á nótttinni og sjá og heyra dalin vakna til lífsins.Svo skelltum við okkur á sjómannadag á Patró og það var bara yndislegt og svo var brunað í bæinn og vorum þar rúma viku ég fór í aðgerð með ljóta hnéð.Og í dag er bara gaman ljóta hnéð allt að koma og ég bara að dúllast hérna heima með kisunum alla daga ................................




Er reyndar búinn að vera að þrífa alla höllina eftir að kisurnar voru einar heima,held að þær hafi verið með standandi party hérna alla daga.

En það er alveg ágætt að vera kominn heim drengurinn byrjaður í unglingavinnunni og mammann að lufsast heima ágætt bara já.


En ætla að láta þetta blessaða bull duga í bili og fara að gera eitthvað af viti hérna ;)






                                                    Baddý